Helgin í myndum

18/03/2012

Daglegt líf, Drykkir

Eftir allt of mikinn æðibunugang upp á síðkastið þá ákváðum við að taka því rólega um þessa helgi og það var nú heldur betur kærkomið.

Við slökuðum á í sundlauginni.

Við fengum okkur góðan hádegismat.

Við sáum svínahakkssvín.

Við týndumst í frumskóginum.

Það var líka St. Patrick’s Day á laugardaginn! Við fórum á farmer’s market og þar voru allir grænklæddir.

Við fórum út að borða og ég klæddi mig í grænan kjól í tilefni dagsins.

Maturinn var góður en rétturinn minn var hálfgert sýnishorn svo við fengum okkur ís á eftir.

Eftir ísinn fórum við á vínbarinn og fengum okkur tvö glös, fyrst pinot noir og svo zinfandel. Unaðsleg bæði tvö.

Frá vínbarnum röltum við yfir á Mulligan’s en þar var sko allt St. Patty’s fjörið. Það var m.a.s. wacky waving inflatable arm flailing tube man fyrir utan!

Inni var mikið grænt og gaman.

Ég fékk mér að sjálfsögðu margarítu (og var að sjálfsögðu með grænt naglalakk).

Við gengum svo berfætt í sandinum í áttina heim sem var voðalega huggulegt :) Hei en talandi um margarítur þá ættum við eiginlega að enda á einni slíkri af því hana gerði ég sjálf heima. Sjáið bara hvað hún er falleg.

1 blóðappelsína
1 lime
1 skot (45 ml) tequila
2/3 skot (30 ml) cointreau
Salt

Kreista safa úr blóðappelsínu og lime og hella í kokkteilhristara.
Setja tequila og cointreau saman við.
Setja nokkra klaka út í.
Hrista saman.
Nudda afgangs blóðappelsínu á kantinn á glasinu.
Dýfa glasinu í salt (voila… bleikt salt!)
Setja klaka í glasið.
Hella drykknum út í!

Engin sykurleðja og engin gerfiefni, bara náttúruleg og dásamleg margaríta!

Advertisements
, , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

5 Comments on “Helgin í myndum”

 1. kristjanagudjonsdottir Says:

  Kristín Kristín Kristín. Ég elska lífið ykkar! :)

  Margarítan er falleg, maturinn girnilegur og sundlaugarafslappelsið lítur út fyrir að vera pure bliss. Unaður! :)

  Reply

 2. Erla Þóra Guðjónsdóttir Says:

  Af myndunum að dæma þá sé ég að svínahakkssvínið hefur klárlega staðið upp úr hvað varðar atburði helgarinnar. What a pig!
  Restin lítur svosem ágætlega út líka ;)

  Annars elska ég sundmyndina! Ahhhh hvað þetta (og þú) lúkkar vel :)

  Reply

 3. kgroa Says:

  Haha já svínahakkssvínið stóð klárlega upp úr, mér finnst það æði! ;)

  Reply

 4. Heiða Says:

  Þetta lítur allt út fyrir að vera alveg dásamlegt, geðveikt flottar myndir og þú ert bara orðin ennþá meira fabjúlus þarna úti Kristín mín.

  Siggi er útí Houston núna, því miður eru BNA alltof stór til að hann geti heimsótt ykkur í leiðinni en hann var einmitt líka úti að skoða mannlífið á St. Patricks… held samt að hann hafi ekki haft neitt grænt með sér sem er frekar mikið fail.

  Reply

 5. kgroa Says:

  Já þú segir fréttir en þó hann sé alla leið í Houston þá er einhvernveginn pínu næs að vita að hann sé í sama landi… ef það meikar eitthvað sense haha :)

  Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: