Miami – South Beach

15/03/2012

Daglegt líf, Ferðalög

Jæja já ég ætlaði nú víst að segja aðeins frá South Beach en gleymdi mér alveg í þrifum í gær svo það varð ekkert úr því. Hvern hefði grunað að það væri bölvað vesen að þrífa 250 fm einbýlishús? Humm.

Já en við sem sagt bókuðum okkur hótel á South Beach en það er alveg ótrúlega skemmtilegur staður. Gunnar segir að þetta minni sig á Venice Beach í LA nema ekki alvg eins kreisí en ég get ekki staðfest það þar sem ég hef ekki komið til LA. Það er allavega líf og fjör þarna og rosalega afslöppuð stemning. Merkilegast finnst mér eiginlega að fólk er almennt ekki í neinum fötum sem kann að hljóma vel í eyrum sumra en mér fannst það á mörkunum að vera óþægilegt.

Stelpur voru yfirleitt klæddar í níðþröngt, örstutt og flegið með bert á milli og það voru þær sem voru mikið klæddar! Það virtist heldur ekkert skipta máli að hafa vöxtinn í slíkan klæðnað heldur var bara allt látið flakka. Athyglisvert. Bestur var samt sjötugi kallinn sem teymdi reiðhjólið sitt eftir göngugötunni Lincoln Road Mall. Hann var dökkbrúnn og algjörlega löðrandi í olíu í bronslitum g-streng einum klæða. Hress kall :)

Við tókum því nú bara rólega og löbbuðum um í rólegheitum. Við röltum t.d. eftir Espanola Way.

Við gengum eftir Lincoln Road Mall.

Við settumst líka niður í sólinni og fengum okkur drykk. Bjór handa Gunnari og pisco sour handa mér. Það var samt svindl því þetta var sko ekkert pisco sour… allavega held ég að Chile-búar myndu hrista hausinn yfir þessu.

Um kvöldið fórum við á æðislegan veitingastað sem heitir Pubbelly. Maturinn var alveg to die for og það var líka bara svo góð tilbreyting að vera umkringd hipp og kúl fólki.

Ég fékk mér unaðslegan sake-jalapeno kokkteil.

Við fengum líka túnfisk.

Þetta var wagyu carpaccio með sveppum, linsoðnu eggi og trufflubrauði. OH. MY. GOD. Án efa með betri réttum sem ég hef fengið á veitingastað.

Buffalo-style tempura rækjur. Við fengum fleiri rétti en græðgin var svo mikil að ég gleymdi að taka mynd af þeim :)

Eftir matinn röltum við niður á Ocean Drive þar sem art deco húsin eru.

Við gengum líka alveg óvart beint fram á Miami Ink. Ef vel er að gáð má sjá glitta í Yoji þarna.

Á sunnudaginn gerðum við nú lítið annað en að fá okkur morgunmat áður en við brunuðum af stað. Ég elska öll pastellituðu húsin á South Beach.

Við fengum okkur morgunmat á Jerry’s Famous Deli en þangað komum við líka síðasta sumar. Staðurinn er opinn allan sólarhringinn og matseðillinn er kreisí.

Gunnar fékk sé BLT.

Ég fékk mér eggs florentine. Sem betur fer er ég með kólesterólið í lagi.

Þessi staður er sko algjört möst!

Eftir matinn brunuðum við úr bænum sem væri ekki í frásögur færandi nema á hraðbrautinni keyrðum við fram á þetta. Sex sæta opinn monster truck? Af hverju ekki!

Advertisements

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

2 Comments on “Miami – South Beach”

  1. Heiða Halls Says:

    Ohhh…mann hreinlega hungrar í allt þegar maður les þetta. Sérstaklega að geta gengið um göturnar á bronslitum g-streng einum fata :) Reyndar vottaði fyrir valkvíða hjá mér þegar ég sá Jerry´s matseðilinn c”,) ég hefði þurft að loka augunum og benda bara á eitthvað ;)

    Reply

  2. kgroa Says:

    Já ég fyllist alltaf valkvíða þegar kemur að því að panta mér mat svo ég fríkaði pínu út þarna!

    Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: