Miami – Little Havana

13/03/2012

Daglegt líf, Ferðalög

Við ákváðum að fara í mini frí til Miami um helgina enda ekki nema tveggja og hálfs tíma akstur. Ég ætlaði að segja ykkur frá því í gær en yfirmaður Gunnars bauð öllum í mat í gær svo það gafst ekki tími til þess :) Ég ætla að byrja á að segja frá Little Havana og svo skrifa ég um South Beach á morgun. Það er frá svo mörgu að segja!

Það spáði þrumuveðri og rigningu alla helgina og við vorum frekar svekkt yfir því að hafa ákveðið að fara akkúrat í þannig veðri. Hei en sem betur fer geta veðurspár breyst hér eins og heima og það var glampandi sól allan tímann. Vei!

Við keyrðum glorhungruð af stað á laugardagsmorgni enda ísskápurinn fullur af engu eins og virðist oft vera á þessu heimili. Eftir að hafa streist mikið á móti lét ég undan Gunnari og við borðuðum morgunmat á McDonalds af öllum stöðum. Jedúddamía. Það er verst að ég þurfti að éta ofan í mig öll mótmælin því hafragrauturinn sem ég fékk var fáránlega góður. Grófir hafrar, ferskir ávextir, örlítið hlynsýróp… nammi.

Við byrjuðum Miami ferðina í Little Havana en við vorum búin að bóka okkur í matargönguferð um hverfið (við erum ekki lúxusgrísir fyrir ekki neitt). Leiðsögukonan Grace er upphaflega frá Argentínu en var gríðarlega vel að sér um sögu og matarhefðir kúbanskra innflytjenda í Miami. Göngutúrinn stóð yfir í rúma tvo tíma og var í raun lítill hringur um hjartað í Little Havana á Calle Ocho (8th Street).

Við byrjuðum gönguferðina á að hita upp með Cuba Libre. Cuba Libre er bara romm í kók með lime :)

Fyrsta matarstoppið var veitingastaður sem hefur víst verið þarna nánast að eilífu og 85 ára gamall eigandinn mætir enn á hverjum morgni til að búa til kúbönsku samlokurnar. Þarna fengum við að smakka tvær tegundir af tostones. Þetta eru skálar gerðar úr steiktum plantains (þýðing óskast!) og fylltar annars vegar með nautahakki og hins vegar með kjúkling. Okkur fannst nautahakkið betra en bæði var gott.

Næst fórum við í litla vindlaverksmiðju sem er sú eina á svæðinu þar sem allt er gert frá grunni og á gamla mátann. Þeir m.a.s. rækta tóbakið sjálfir með fræjum sem eru flutt inn frá Kúbu í gegnum Mið-Ameríku. Þarna sat gamall maður og vafði vindla.

Næsta stopp var meiri matur og þar fengum við þessar malanga flögur með hvítlauksmauki.

Við fengum líka alveg guðdómlegar kúbanskar samlokur. Kúbönsk samloka er með skinku, steiktu svínakjöti, osti, sinnepi og súrri gúrku.

Næsta stopp var bakarí og þar fengum við guava-fyllt bakkelsi.

Bakkelsið var rosa gott og Gunnar var í sáttur við það þrátt fyrir þessa mynd. Mér finnst hún bara svo fyndin í ljósi þess að hann var í alvöru í svaka stuði.

Nú var komið að ávaxtamarkaði en þar var boðið upp á sykurreyrssafa. Hér sést kona troða sykurreyr í safavél.

Þetta var útkoman. Mér fannst þetta ekkert sérstaklega gott og þar sem ég reyni að borða ekki mikinn sykur þá tímdi ég ekki að drekka mikið :)

Í Little Havana ganga hænsni um göturnar sem okkur fannst frekar fyndið svona inni í miðri stórborg.

Ferðinni lauk í æðislegri ísbúð en eigandinn er fyrrverandi bankastarfsmaður sem ákvað að hætta því og gera frekar ís. Það var góð hugmynd hjá henni því ísinn var unaðslegur.

Hér er Gunnar með sinn ís :)

Advertisements
,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

5 Comments on “Miami – Little Havana”

 1. Krissa Says:

  Giiirnilegt! Ég var nýbúin að borða og pakksödd þegar ég byrjaði að skoða en varð eiginlega bara svöng strax aftur við lesturinn :O

  Reply

 2. Helga Lára Says:

  Mjölbanani er víst orðið.
  Og úffff hvað ég öfunda ykkur mikið !

  Reply

 3. Guðmundur Jóhannsson Says:

  Plantains eru mjölbananar á íslensku, þurfti einu sinni að elta þetta uppi hérna á klakanum sem ótrúlegt en satt tókst að lokum.

  Reply

 4. kgroa Says:

  Ahh mjölbanani meikar sense þar sem þetta er einmitt svona meira starchy tegund af banana. Ég trúi því að það sé erfitt að finna þá á Íslandi en minnir einmitt að ég hafi einhverntíma séð þá í einhverri af asísku matarverslununum :)

  Reply

 5. Erla Þóra Says:

  Jömm jömm :)

  Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: