Viðburðarík helgi

05/03/2012

Daglegt líf

Helgin var nú aldeilis viðburðarík hjá okkur. Við byrjuðum hana með stæl og elduðum nautasteik og drukkum að sjálfsögðu rauðvín með. Þetta er svona semi-föstudagshefð en við gerum þetta samt ekkert alltaf, bara ansi oft ;) Hér er Gunnar að kljást við maísinn.

Hér er svo steikin nýkomin af kolagrillinu.

Eftir mat komum við okkur vel fyrir og lásum saman sendibréf sem okkur barst frá þeim Heiðu og Sigga. Það var alveg æðislegt að fá svona ekta bréf og við munum sko senda svar innan tíðar!

Laugardagurinn átti að fara í bílaleitina miklu en eftir að hafa keyrt um á bílaleigubíl í mánuð var eiginlega löngu kominn tími á það að kaupa bíl. Við vorum búin að kíkja á einhverjar sölur í bænum en vorum í voðalegri flækju yfir þessu og ákváðum því að keyra hérna suðureftir til að skoða á fleiri sölum. Við byrjuðum daginn nú samt á því að renna við hjá Ford umboðinu hérna í bænum og þar fundum við þennan líka fína Edge sem okkur leist vel á. Við prufukeyrðum, píndum verðið aðeins niður og stuttu síðar var hann okkar. Vei!

Hér er Gunnar með númeraplötuna. Hér fylgir platan eigandanum en ekki bílnum.

Gunnar kveður Toyotuna sem þjónaði okkur vel.

Ég fyrir framan nýja bílinn.

Þar sem við höfðum ætlað allan daginn í bílaleit en þetta var allt afstaðið klukkan hálftólf þá var ekkert annað að gera en að slá deginum bara upp í kæruleysi. Við byrjuðum á því að fá okkur hádegismat á Panera Bread en það er orðið ansi algengt í hádeginu um helgar.

Svo fórum við að hitta vini á ströndinni!

Strákarnir fóru í frisbí en við stelpurnar slökuðum á.

Þarna voru bekkir og grill svo við enduðum strandferðina á því að grilla pylsur.

Um kvöldið voru tónleikar hérna á strandgötunni rétt hjá okkur og allur hópurinn ákvað að fara þangað. Hér er mjög óskýr mynd af mér á leiðinni niður eftir.

Tónlistin var vægast sagt frekar hræðileg en kvöldið var engu að síður skemmtilegt. Eftir að við kvöddum hópinn fórum við Gunnar á vínbar sem er hérna nálægt. Það er ekki amalegt að hafa svoleiðis í göngufæri! Syrah og trufflugeitaostur voru fullkomin leið til að enda þennan góða dag. Þroskaði eiginmaðurinn minn borgaði reikninginn.

Í gær ákváðum við að fara í bíltúr en vorum næstum því hætt við því það var verið að spá brjáluðum stormi með vindi allt að 80 km/klst. Það eina sem við urðum vör við var alveg brjáluð rigning. Það er erfitt að ná þessu á mynd (og vídjóið sem ég tók var óvart á hlið) en ég hef nú bara nánast aldrei séð annað eins.

Eftir að þetta var yfirstaðið fórum við í bíltúr og enduðum alla leið í Palm Beach Gardens en þar er einmitt alveg rosa flott moll. Við tékkuðum auðvitað á því en versluðum nú eiginlega ekki neitt. Ég afrekaði þó að kaupa pakka af Maldon salti í Williams Sonoma á 1200 krónur en fannst ég bæta það upp með því að fá kökudisk og glerkúpul á aðeins 4000 krónur. Það meikar allavega sense í höfðinu á mér :)

Advertisements

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

4 Comments on “Viðburðarík helgi”

 1. Krissa Says:

  Ahahaha æjjjj Gunni, þessi undirskrift haha

  Mér finnst þetta allt líta svo lush út. Ströndin, frisbíið, steikin (óóó steikin!)…já, meira að segja ofur rigningin. Ég hlakka allsvaðalega til að sjá þetta með eigin augum ;)

  Reply

 2. kgroa Says:

  Við hlökkum allsvaðalega til að sjá ÞIG með eigin augum haha! Vona að allt gangi vel í þínu útlandi :)

  Reply

 3. Fjóla Dögg Says:

  Miðað við þessa pósta hérna inni þá á bílnúmerið ATE alveg svakalega vel við!
  Annars er steikin gorgeous og hann er dásamlegur þessi “þroskaði” eiginmaður þinn.

  Reply

 4. kgroa Says:

  Hahaha ég var ekki búin að koma auga á það hvað bílnúmerið á vel við. Frábært! Já og þroskaði eiginmaðurinn er nú engum líkur ;)

  Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: