Í fréttum er þetta helst…

01/03/2012

Daglegt líf

Ég veit ég er búin að standa mig skelfilega illa í því að skrifa og lofa bót og betrun. Það er búið að vera mikið í gangi hjá okkur hjónunum undanfarið og vinnudagarnir hafa líka dregist óþarflega mikið á langinn svo ég missti aðeins dampinn. Ég druslaðist líka loksins til að kaupa mér líkamsræktarkort í síðustu viku svo nú fer ég alltaf í ræktina eftir vinnu sem er alveg frábært en þýðir að ég hef minni tíma til að slæpast :)

Það er annars margt búið að drífa á daga okkar síðan síðast svo ég stikla bara á stóru. Um þarsíðustu helgi fórum við á humarfestival og þar deildum við einum humri. Hann var alveg góður en íslenski humarinn er miklu betri.

Við vorum samt alveg rosa kát!

Við tékkuðum á veitingastaðnum Riverside Cafe sem er hérna við ána og í þægilegu göngufæri frá okkur. Við förum alveg pottþétt þangað aftur. Gunnar var sáttur með rifin sín og ribeye steikin mín var æði.

Við keyrðum til Orlando og fórum í moll þar. Á leiðinni keyrðum við fram á gaur að draga monster truckinn sinn.

Mollið var fínt en ég var auðvitað spenntust að fara í DSW hinum megin við götuna (Designer Shoe Warehouse) og þar er nóg til af skóm. Þessi mynd nær eiginlega ekki að fanga dýrðina og magnið.

Ég keypti mér að sjálfsögðu þrjú pör. Glitrandi Calvin Klein, sumarlega Bandolino og nude lakkskó (skyldueign!) frá Guess á undir 20þús? Maður fær varla plastskó fyrir þetta heima.


Á bolludaginn buðum við öllum sem við þekkjum í hamborara og bollur (það eru nú alveg sjö og ein tveggja vikna gömul stúlka meðtalin) en ég gleymdi að sjálfsögðu að taka mynd af gestunum. Ég hef aldrei gert bollur áður en þær heppnuðust alveg prýðilega!

Við fórum á japanskan/thai veitingastað (sem virðist einhverra hluta vegna vera algeng blanda hér) og fengum alveg geðveikt gott sushi. Þetta var combo-ið fyrir tvo og það er kannski óþarfi að taka það fram að við kláruðum þetta ekki. Þið sjáið kannski á svipnum á Gunnari hvað það þyrmdi yfir hann :)

Um síðustu helgi lögðum við land undir fót og löbbuðum yfir á meginlandið en þar fór fram “Craft Beer and Wingfest”. Þar brögðuðum við á óteljandi bjórum og vængjum. Maður ætti að reyna að finna sér svona bjórbíl!

Við smökkuðum hinn alræmda drykk Four Loko sem er 12% áfengur orkudrykkur með engu áfengisbragði sem er seldur í hálfslítra dósum. Það þýðir basically að ein dós jafngildir 2/3 af léttvínsflösku. Stórhættulegt!

Þessir vængir voru ELDUR en samt svo geðveikt góðir. Það þurfti nokkra bjórsopa til að jafna sig eftir þá.

Við fórum líka loksins á Five Guys Burgers and Fries í vikunni sem er alveg legendary hamborgarakeðja. Hamborgarar étnir upp úr bréfpoka myndast ekki svo vel en namm hvað þeir voru góðir. Þeir fá líka plús fyrir að spila sixties tónlist :)

Að lokum þá keyptum við okkur alveg geðveikt sjónvarp og erum svo hamingjusöm með það að það er pínu vandræðalegt. Verður maður ekki að leyfa sér smá lúxus?

PS. Mér finnst ég eiginlega þurfa að afsaka ansi misjöfn gæði á myndunum sem ég set hingað inn. Málið er að ég tek þær allar á iPhone-inn af því hann er alltaf við hendina! Ég er nefnilega alveg á því að mynd segi meira en þúsund orð jafnvel þó hún sé ekki frábær.

Advertisements
, , , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

7 Comments on “Í fréttum er þetta helst…”

 1. Heiða Says:

  Geðveikir skór :D Þetta outlet eitt og sér er nógu góð ástæða til að flytja úr landi að mínu mati ;)

  Reply

 2. kgroa Says:

  Já það liggur við :D

  Reply

 3. Fjóla Dögg Says:

  Mmmmm unaðsskóbúð og unaðsskór og unaðshjón. Þið eruð algjör krútt.

  Reply

 4. Erla Þóra Says:

  Pant fá svona nude skó – they’re gorgeous!

  Reply

 5. Krissa Says:

  Mwaww þið eruð svo mikil krútt. Ég elska myndirnar – er svo 100% sammála að betra sé að eiga ófullkomna (gæðalega séð) mynd sem nær augnablikinu en ofurfullkomna en uppstillta mynd.

  Mér finnst fullkomlega skiljanlegt að þið séuð ánægt með þetta sjónvarp – er þetta ekki bara eins og að vera í bíói nema heima í stofu? Annars er ég mest hrifin af matnum sko…mmm þessi matur. Myndin af sushiinu gerði næstum út af við mig. Ég er alveg til í að koma og hjálpa ykkur að klára næst! ;)

  Reply

 6. Hlgi Eide Guðjónsson Says:

  Snilld :-)
  Eru þrjú skópör standard ef maður fer í skóbúð?
  Ég sé fyrir mér svona Bjórbíl í óvissuferð Marel í vor.
  Og er ekkert verið að grínast með magnið af Sushi?

  Reply

 7. kgroa Says:

  Þrjú skópör eru klárlega lágmark þegar maður fer í svona fabulous skóbúð (og Erla ég á eftir að vígja nude skóna en ég eeeeelska þá!).

  Sushi-ið var geðveikt gott en vá þetta voru sko 20 bitar plús 2 rúllur… eru það ekki sirka 36 bitar? Það er MIKIÐ! Krissa þú getur klárlega hjálpað okkur ;)

  Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: