Matarvikan

17/02/2012

Daglegt líf

Þetta er nú búin að vera frekar róleg vika enda allt að falla í ljúfa löð og við erum smá saman að finna taktinn í lífinu hérna. Ég held það viti það nú flestir að ég er algjört matargat og ég var búin að vera spennt yfir því að flytja hingað út til að geta borðað allskonar sem er ekki til heima! Það er smá challenge að þurfa að sneiða að mestu framhjá sykri og brauði en það er kannski ágætt að þurfa að hugsa út í það svo maður hlaupi nú ekki endanlega í kekki! :) Í nýsnæddum mat er þetta helst…

Avókadó ofan á hrökkbrauð fer að verða standard hádegismatur. Avókadóin hérna eru svo sjúklega góð og fullkomnlega þroskuð að ég er að hugsa um að láta þau sjá algjörlega um að uppfylla fituþörfina mína. Yfirleitt set ég silkiskorna skinku ofan á og fæ mér V8 grænmetissafa með.

Mig hefur lengi langað að prófa að nota tomatillos í mexíkóskan mat en það er eitthvað sem ég hef aldrei séð í búð heima.  Ef ég ætti að líkja þessu við eitthvað þá væri það grænn tómatur en þetta er samt öðruvísi. Svona lítur þetta fyrirbrigði út með og án hýðis.

Úr þessu gerði ég gríðarlega ljúffengar enchiladas frá grunni sem var bölvað vesen en algjörlega fyrirhafnarinnar virði. Mmm svo gott!

Litlar korn-tortillur með lime marineruðum rækjum voru guðdómlegur léttur réttur.

Hér er hægt að kaupa eitthvað sem heitir skirt steak og er sirka hérna á nautinu (takk Wikipedia):

Þetta er gríðarlega bragðgott fitusprengt kjöt sem þarf samt að snöggsteikja svo það verði ekki seigt. Hentar ofboðslega vel í fajitas eða svona ljúffengt steikarsalat. Þetta var algjört hit!

Að lokum má minnast á það að eftir langan og erfiðan dag í vikunni þá ákváðum við að fara út að borða og prófuðum stað sem heitir Mr. Manatee’s!

Þetta er svona frekar beisik staður með hamborgara, vefjur og einfalda rétti. Það var special á margarítum og hvernig gat ég neitað? Þetta var reyndar mjög góð margaríta, ekki svona sykurleðju margaríta eins og þær eru oft. Gott fyrir mig!

Ég ákvað að velja eitthvað tiltölulega hollt á matseðlinum og borðaði því blakkeraðan mahi mahi fisk með brokkolí, hrísgrjónum og baunum. Þokkalegt en kókosrækjurnar hans Gunnars voru betri :)

Jæja þá er matarklámið búið í bili og ekki hafa áhyggjur af því að ég springi úr áti því ég er búin að vera dugleg að fara út að hlaupa síðustu vikuna ;)

Advertisements
,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

6 Comments on “Matarvikan”

 1. Krissa Says:

  Ú ú ú meira matarklám, meira matarklám, meira matarklám! Þetta lítur hvert öðru betur út :)

  ‘Sjúklega góð og fullkomlega þroskuð’ avókadó og tomatillos hljóma eiginlega of vel. Mig hefur lengi langað að prófa tomatillos. Ohh þetta er svo mikið æði allt saman :)

  Reply

 2. Disa nágranni Says:

  mmmm avókadó :) þessar rækjur eru líka alltof girnilegar
  Annars verður nú gaman eftir rétt rúma 5 mánuði þegar ég get farið að fara út að hlaupa með þér hérna í Vero

  Reply

 3. Erla Þóra Says:

  Haha “í nýsnæddum mat er þetta helst”, I like it ;)
  Annars á maður ekki að skoða svona matarpósta kl.10:42 þegar það eina sem bíður mín er hádegismatur í mötuneyti LSH.. ég vil svona girnó mat! *slef*

  Reply

 4. kgroa Says:

  Já Dísa það er gott að ég hef 5 mánuði til að æfa mig því ég hef á tilfinningunni að þú eigir eftir að skilja mig eftir í rykinu!

  Reply

 5. Berglind Ósk Says:

  Ertu að grínast með girnilegu myndirnar! Ég ætla að fara upp í mat og láta sem ég sé að borða fullkomlega þroskað avacado, limemarineraðar rækjur og blackeraðan mahi mahi fisk:) … eru ekki einhverjir kjúklingar þarna úti sem þarf að passa?

  Reply

 6. kgroa Says:

  Haha þú getur alltaf bara komið með þína eigin kjúklinga til að passa. Það er nóg pláss fyrir þig og heilan kjúklingaher!

  Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: