Róleg helgi

13/02/2012

Daglegt líf

Við ákváðum að eiga rólega og afslappaða helgi eftir allt of viðburðaríkar vikur! Í örfáum orðum og frekar mörgum myndum…

Við fórum í vínbúðina og fengum pínu sjokk yfir því hvað áfengi er ódýrt og hvað það er mikill verðmunur á milli búða. Ég gerði mjög vísindalega könnun og bar saman verðið á Francis Ford Coppola Merlot (af því mér finnst það svo jömmí). Fresh Market gúrmetbúðin selur það á $20.99, Publix súpermarkaðurinn á $17.99 og ABC Wines vínbúðin á $12.99. Í vínbúðinni er líka hægt að kaupa 1.75 lítra af Bacardi á $19.99.. það er svona 2500 kall. Kreisí ódýrt en við höfum ekkert við svona mikið romm að gera svo við keyptum það ekki :)

Ég eldaði kjúkling og fyllta pablano pipra sem við renndum niður með bjór úr vínbúðinni.

Við fórum í göngutúr á laugardagsmorguninn enda var veðrið fullkomið. Gunnar pósaði í götunni okkar.

Á laugardagsmorgnum er lítill farmer’s market hérna rétt hjá.

Þar er hægt að kaupa allskonar en mest er af grænmeti og ávöxtum.

Við keyptum poka af bleiku greipi sem er unaðslega gott enda er greip season víst nýhafið.

Þarna var líka crepes standur en ég á sykurlausa fæðinu mátti ekkert fá mér svoleiðis.

Ég keypti samt local hunang sem er spæsað upp með brasilískum pipar. Það má nota í litlu magni þrátt fyrir sykurleysi.

Við fórum svo í heimsókn og sátum úti í sólinni að spjalla. Ég gleymdi nú alveg að taka myndir af því en litla blómið ég náði að sólbrenna pínu þrátt fyrir að hafa borið á mig sterka vörn. Ég þarf að passa mig betur!

Við eyddum kvöldinu í að skrúfa saman sófaborðið og settum svo Ísland á það til að hlýja okkur við. Að sjálfsögðu var líka rauðvín í glasi.

The Velvet Devil stendur fyllilega undir nafni. Namm.

Sunnudagurinn fór í rólegheitastúss. Ég hengdi loksins upp fallegu kjólana mína.

Við fórum í Walmart og þar er hægt að kaupa allt. T.d. beitu…

Hafnabolta og hanska…

Við keyptum stóran fjólubláan kassa en því miður má ekki geyma börn í honum :(

Í Publix sáum við stærsta gulrótapoka lífsins.

Við enduðum svo daginn á að elda “Clams Casino”.

Nei hann endaði víst á Grammy verðlaununum :)

Advertisements
, , , , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

4 Comments on “Róleg helgi”

 1. Erla Þóra Says:

  Damn.. ætlaði einmitt að biðja þig um að kaupa svona fjólubláann kassa fyrir mig. En ef það má ekki geyma börn í honum þá skulum við bara sleppa því! ;)

  Annars er greinilega yndis-veður, yndis-farmers market og yndis-verð á áfengi. I like!

  Kveðjur úr rokinu og rigningunni :)

  Reply

 2. Krissa Says:

  Óóó farmers market. Unaður! Þetta lítur allt saman yndislega út. Yyyndislega. Draumur í dós :)

  Reply

 3. Ásdís Says:

  Mikið er gaman að sjá hvað lífið er ljúft hjá ykkur hjónakornunum. Kveðja úr Hjarðarholtinu.

  Reply

 4. kgroa Says:

  Já ég meina til hvers að eiga fjólubláan kassa ef það má ekki geyma börn í honum? Maður spyr sig!

  Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: