Komin til Vero Beach

09/02/2012

Daglegt líf

Jæja þá hefur heldur betur allt gerst síðan ég skrifaði síðast. Ég hefði viljað vera búin að skrifa eitthvað fyrir löngu en netið var bara tengt í fyrradag og ég var kreisí bissí í gær. Ég ætla að reyna að taka saman í máli og myndum hvað hefur drifið á daga okkar síðan síðast. Varúð… þetta verður löng færsla!

Á föstudaginn flugum við frá New York til Orlando og vorum ekki lítið sátt með það að í Delta terminalnum er boðið upp á curbside check-in! Það er gott fyrir fólk sem er með fimm töskur en bara fjórar hendur.

Við vorum rosalega ánægð með hvað allt gekk vel og vorum komin upp að hliði þegar… o-ó… seinkun á flugi. Já og það ekki bara seinkun heldur var óvíst hvenær eða hvort vélin myndi fara af því það keyrði trukkur á vænginn á henni þar sem hún stóð við hliðið! Ég vildi óska að ég gæti sagt að þetta sé í fyrsta skipti sem ég hef lent í seinkun út af því að trukkur keyrði á flugvél en ég lenti líka í þessu í Anchorage um árið. Þar sem við vorum ekkert rosa mikið til í að bíða upp á von og óvon eftir því að komast að því hvort vélin myndi fara (og ekkert ofurspennt að fljúga með vél sem hafði lent í árekstri) þá bókuðum við nýtt flug sem fór þremur klukkutímum síðar. Við settumst bara niður, fengum okkur bjór og frestuðum bílaleigubílnum aðeins. Frekar pirrandi en hei við komumst heil á húfi og upprunalega vélin var ekki enn farin þegar nýja vélin fór.

Á laugardeginum var svo loksins komið að því að sjá nýja heimilið okkar í fyrsta skipti. Vúhú. Við skrifuðum undir leigusamning eftir að hafa aðeins séð fimm myndir af húsinu svo við vorum frekar spennt að sjá hvað biði okkar. Það sem við sáum var þetta!

Fyrstu viðbrögðin þegar við gengum inn í húsið var bara að hlæja. Þetta hús er svo fáránlega stórt að það er eiginlega erfitt að lýsa því. Þrjú stór svefnherbergi með walk-in fataskápum, þrjú baðherbergi með samanlagt tveimur sturtum og þremur baðkörum, stofa sem er svo stór og með svo hátt til lofts að það bergmálar þegar við tölum saman… úff. Ég veit ekki hvort við verðum hér til lengri tíma en staðreyndin er sú að það er bara ekkert framboð af leiguhúsnæði á þessum árstíma (high season fyrir gamla fólkið sem kemur hingað yfir vetrartímann) svo við stukkum á þetta hús. Ekki misskilja mig, ég er mjög ánægð með húsið en það er vægast sagt óþarflega stórt :)

Eftir að hafa tekið húsið út og komist að þeirri niðurstöðu að við þyrftum ekki að mæla neitt áður en við færum í húsgagnakaup (því basically kemst allt í heiminum fyrir hérna) þá brunuðum við af stað til Orlando en þar er að finna næsta IKEA! Í Orlando skiluðum við bílaleigubílnum og leigðum flutningabíl til að ferja öll innkaupin aftur heim. Gunnar keyrði flutningabílinn eins og ekkert væri.

Í IKEA keyptum við allt milli himins og jarðar og ég fór m.a.s. aftur ein þangað á mánudaginn til að kaupa ennþá meira. Akkúrat þessa stundina er allt sem við eigum annað hvort úr IKEA eða Walmart :) Við erum búin að skrúfa svo mikið saman af IKEA dóti að ég verð bara þreytt við tilhugsunina. Við skrúfuðum t.d. saman heilt rúm sem var svo þreytandi að Gunnar lagðist til svefns áður en það kláraðist.

Það var samt mun fínna (og þægilegra) eftir að við kláruðum að skrúfa það saman.

Það er erfitt að ná því á mynd hvað þessi stofa er stór en hafið í huga að þetta er stór þriggja sæta sófi sem er eins og krækiber í helvíti þarna.

Eldhúsið er ágætt og til allrar hamingju er stór amerískur ísskápur í því. Hjúkk.

Skrifstofan mín er bara ansi hugguleg og þarna sem ljósskíman kemur inn á myndina er hægt að labba beint út í sundlaug. Þið sjáið að það er að myndast scrum veggur þarna enda fór ég strax og keypti gula og bleika super stickies!

Það hefur annars allt gengið vel hingað til en það er að ótal mörgu að huga og mér finnst við alltaf þurfa að mæta á nýja skrifstofu til að arransera einhverju á hverjum degi. Í fyrradag var það netið og ruslið, í gær var það social security number og yfirvofandi er vatn og rafmagn. Ég er samt að spá í að leyfa þessum degi að vera vesenislausum og gera ekki neitt leiðinlegt. Maður verður að fá smá breik frá bjúrókrasíunni!

Advertisements
, , , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

13 Comments on “Komin til Vero Beach”

 1. Rósa Says:

  jidúddamía en spennandi……sæll þessi stofa er stærri en ALLT. Þið verðið bara að stofna dansstúdíó eða eitthvað……eða better yet, setja KEILUBRAUT!

  En gott að sjá og heyra að þið eruð komin í heimilislíf…..svo er bara að kaupa Ikea ramma og plaköt af cool tónlistarmönnum og veggfóðra stóru veggina. Eða má kannski ekki negla neitt?

  veiveivei til lukku, vil svo sjá mynd af garðinu!

  Reply

 2. Guðrún! (",) Says:

  Sko við erum að tala um að það er pláss fyrir íbúðina mína í stofunni ykkar! Gott að það er allt gott að frétta.

  Reply

 3. Eva Says:

  Gaman að lesa og skoða myndirnar. Rosa flott hús:0). Það er nokkuð svipað og mitt hús í USA að utan (sem ég bjó í sem au-pair fyrir litlum 12 árum síðan. Það hljómar álíka en var stærra. 5 herbergi, 5 baðherbergi og so on. Gangi ykkur sem best og hlakka til að halda áfram að lesa bloggið

  Reply

 4. kgroa Says:

  Já þetta er sko kreisí stór stofa ,sérstaklega þegar maður á bara einn sófa! Ég var farin að sjá fyrir mér að stofan myndi nýtast vel sem leikfimissalur þar sem ég gæti gert asnaleg froskahopp í friði en keilusalur hljómar enn betur!

  Reply

 5. Krissa Says:

  Hahaha giNORMous stofa! Mér finnst þetta líta æðislega út og eiginlega merkilegt hvað allt virðist ganga vel (þó auðvitað sé endalaus bjúrókrasía leiðinleg til lengdar).

  Eina sem mér finnst sjeikí er sundlaugarútgangurinn nànast beint frà skrifborðinu. Ég meina, how are you going to get anything done? :P

  Reply

 6. kgroa Says:

  Tjah það vill til að ég er svo lítið vatnsdýr að sundlaugin freistar mín ekkert of mikið!

  Reply

 7. Krissa Says:

  Geturðu ekki bara nýtt stofuna í að breiða út fagnaðarerindi? Ekki endilega erindIÐ en, þú veist, eitthvað sem flórídísku gellurnar kunna ekki? ‘How to look fabulous in 10-inch heels (as opposed to flip flops)’ eða ‘hvernig halda à mjúkbrjóstskvöld’ eða eitthvað. “Kristín’s School of Absolute Fabulousness” – stofan myndi pottþétt troðfyllast í hvert skipti og, bónus, þú kynntist fullt af fólki tíhí :P

  Reply

 8. Krissa Says:

  Ahh touché. Ég held að ég myndi neyðast til að redda mér uppblàsnu skrifborði (og vatnsheldri tölvu) ef ég væri í þessum aðstæðum haha

  Reply

 9. kgroa Says:

  Kristín’s School of Absolute Fabulousness!!! Hahahahaha ok ég starfræki hann á daginn og svo verður það keilusalur á kvöldin :D

  Reply

 10. Heiða Halls Says:

  Geggjað flott hjá ykkur! Og Gunnar tekur sig ekkert smá vel út á sendiferðabílnum :)

  Reply

 11. Erla Þóra Says:

  Þetta er rosalegt hús! Ég sé að það er ekki mikið mál að fá gistingu hjá ykkur næst þegar maður á leið um Vero Beach ;)

  Reply

 12. kgroa Says:

  Nei það verður sko ekki vandamálið! :D

  Reply

 13. Heiða Says:

  Vá, þetta er ekkert smá magnað! og Kristín´s school of faboulusness hjómar sem svo frábært verkefni að við Siggi viljum fjárfesta í því ;)

  Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: