Kjöt og föt

02/02/2012

Daglegt líf, Ferðalög

Það gerðist nú lítið markvert í dag því ég var bara að vinna og fór eiginlega ekkert á stjá. Ég rétt dröslaðist út í Whole Foods þar sem ég keypti bjór með besta nafn í heimi. Mér varð hugsað til Sigmars nokkurs Stefánssonar þegar ég sá hann! Ég er ekki búin að bragða á honum enn en með þetta nafn þá hlýtur hann að vera góður.

Á leiðinni til baka úr Whole Foods lét ég loksins verða af því að kíkja inn í Century 21 sem er hérna á næsta horni við hótelið og ég er búin að ganga framhjá svona þrjátíu sinnum síðustu daga. Þetta er basically svona afsláttarbúð með merkjavöru og þó það sé allt kreisí þarna inni og allt út um allt þá er alveg hægt að gera góð kaup. Ég mátaði alveg guðdómlegan himinbláan plíseraðan Calvin Klein kjól sem kostaði bara $79 en hann var svo víður í sniðinu að ég leit bara út eins og kartöflupoki í honum. Að vísu guðdómlegur himinblár plíseraður kartöflupoki en kartöflupoki engu að síður. Ég ákvað að vera skynsöm og láta hann vera. Ég lét fínu Ray-Ban sólgleraugun sem ég fann á $69 líka vera en það var nú meira bara af nísku en nokkru öðru og ég er eiginlega strax farin að sjá eftir þeim. Ojæja það er ekki hægt að kaupa heiminn. Það fallegasta af öllu var þó Galliano blússukjóll (það er örugglega ekki viðurkennt hugtak en samt best orðið til að lýsa honum) sem hefði smellpassað og var undurfagur en kostaði “bara” $659. Svo sem hellings afsláttur þegar upprunalega verðið var $1800! Kaupir fólk bara svona eins og ekkert sé? Hmmm.

Gunnar þurfti að vinna frameftir (og er enn að vinna) en við áttum kvöldmatardeit og fórum á brasilískan steikarstað rétt hjá vinnunni hans Gunnars. Ómæ. Mér fannst við alls ekki borða mikið en ég er samt enn svo södd að ég á bara erfitt með að skrifa um mat. Þarna fékk ég mér fyrsta rauðvínsglasið í Ameríkunni og það var silkimjúkt Malbec. Mmmm.

Gunnar naut matarins og var líka svona ofboðslega myndarlegur. Hann tók líka mynd af mér en ég er svo fuzzy á henni að ég hlífi ykkur við henni. Ég held það sé frekar lýsingunni á staðnum að kenna frekar en rauðvíninu en maður veit þó aldrei!

Á morgun fljúgum við svo loksins suður á bóginn og ættum að vera komin til Vero Beach einhverntíma fyrir miðnætti. Það heyrist væntanlega ekkert í okkur næstu daga þar sem það tekur einhvern tíma að fá internetið tengt en um leið og það er komið þá flyt ég frekari fréttir af okkur :)

Advertisements
, ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

3 Comments on “Kjöt og föt”

 1. Krissa Says:

  Guðdómlegt! Ég elska NYC lífið þitt :)

  Mér finnst Hoptimus Prime snilldar nafn. Seriously, hvers vegna hefur enginn notað þetta áður? Haha. Hlýtur bara að vera góður – með þetta nafn og þessa mynd framan á!

  Annars sakna ég sárlega myndar af Galliano-inum. Hver kaupir sér kjól á $1800? Það er alveg bara…uhh…nóg til að ‘skreppa’ til Indlands t.d. Snar! :P

  Reply

 2. Sigmar nokkur Stefánsson Says:

  Þessi bjór hlýtur að vera magnaður!

  Reply

 3. Erla Þóra Says:

  Mmm.. rauðvínið lítur vel út!

  Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: