Rólegur dagur í NYC

01/02/2012

Daglegt líf, Ferðalög

Gærdagurinn var nú framan af viðburðalítill því við vorum auðvitað bæði að vinna. Hádegismaturinn minn í þetta sinn var bara salat frá Pret sem ég gúffaði í mig yfir tölvunni. Það lítur satt að segja betur út en það bragðaðist en það þýðir því miður ekki að borða hamborgara og buffalo vængi í öll mál þar sem það gæti mjög fljótt endað mjög illa.

Ég ákvað að fara á stúfana upp úr fjögur og fór aftur upp í SoHo en það fór ekki betur en svo að ég rambaði inn í Anthropologie. Þar var allt of mikið til af því sem ég hef verið að leita að en fæst hvergi annarstaðar en það eru kjólar sem ná niður fyrir hné og henta vel í Flórídasólinni. Einhverra hluta vegna ná kjólar í öllum öðrum búðum rétt niður fyrir rass en allir kjólar í þessari búð eru fullkomnir. Það er alveg hugsanlegt að ég hafi keypt fleiri en einn. Uss ekki segja neinum.

Hápunktur dagsins var svo án efa að hitta Snorra! Vei! Við fórum upp í Chelsea og borðuðum alveg dásamlegan mat á litlum stað sem heitir Westville. Ég fékk mér pulled pork (togað svínakjöt?) með hrásalati og ofnsteiktum rauðrófum sem var alveg dásamlega ferskt og gott. Ég gleymdi myndavélinni heima en hérna er mynd af Snorra sem Gunnar tók á símann sinn :)

Advertisements
, , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

4 Comments on “Rólegur dagur í NYC”

 1. Krissa Says:

  Obb obb obb, þetta pínu sýnishorn af kjól gerir mig forvitna forvitna forvitna :P

  Reply

  • Rósa Says:

   Dí hvað ég er sammála Krissu með kjólana….þetta lítur út fyrir að vera dásamleg búð…..

   Verð líka að setja mega like á að hitta Snorra :D

   Reply

  • Fjóla Dögg Says:

   Ditto með kjólana! Ég er spennt að sjá fleiri myndir.

   Reply

 2. Erla Þóra Says:

  Ég elska Anthropologie. Ábyggilega sú fata-síða sem ég skoða hvað oftast á netinu. Kjólarnir eru hreinlega to die for.. þannig að ég skil þig mjög vel að hafa labbað út með fleiri en einn! :)

  Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: