Gangan mikla

01/02/2012

Daglegt líf, Ferðalög

Eftir að hafa hitt Gunnar og Bobby í síðbúinn indverskan hádegisverð þá hélt ég af stað í gönguna miklu. Takmark dagsins var að versla GPS tæki til að við getum nú keyrt stórslysalaust frá Orlando til Vero Beach á föstudaginn. Ég tók lestina upp á Grand Central og varð sem fyrr alveg orðlaus yfir því hvað þetta er falleg bygging.

Frá Grand Central labbaði ég yfir á Fifth Avenue og kíkti að sjálfsögðu í nokkrar vel valdar búðir en uppskeran var þó nokkuð rýr.  Ætli það sé ekki bara komið gott af innkaupum hvort sem er? Ég rakst samt á þennan forkunnarfagra bekk í glugganum á Saks. Mig langar í svona! Skórnir og veskið mættu líka alvega fylgja með…

Ég ætlaði að vera rosalega kúltíveruð og fara að í MoMA en þegar þangað var komið var ég orðin svo þreytt og dösuð að ég hlammaði mér bara niður á mjúkan bekk í anddyrinu og hvíldi mig. Mér fannst eiginlega synd að eyða $25 í aðgangseyri og geta ekki notið listarinnar almennilega vegna þreytu og aumingjaskaps svo ég ákvað bara að halda för minni áfram og fresta MoMA þar til næst. Í anddyrinu voru blöð þar sem maður átti að skrifa eitthvað um upplifun sína í MoMA og blöðunum var svo varpað upp á vegg.

Einu ætlaði ég nú samt ekki að fresta og það var að heimsækja bakaríið Babycakes í LES. Nú er ég aftur orðin voða hörð við sjálfa mig þegar kemur að því að borða ekki sykur og brauð og mér finnst satt að segja að ég ætti bara að fá verðlaun fyrir að standast allar freistingarnar hér í NYC. Á hverju horni eru krúttuleg bakarí sem eru barmafull af cupcakes, brownies og whoopie pies sem hreinlega grátbiðja mig að borða sig en ég læt ekki freistast. Í gær fórum við út að borða og ég horfði á strákana borða desert en fékk mér engan! Í alvöru sko þá er þetta frekar súrt. Babycakes bakaríið er aftur á móti merkilegt fyrir þær sakir að allur baksturinn er glútenlaus, eggjalaus, mjólkurlaus og það sem mikilvægast er fyrir mig… laus við hvítan sykur. Krissa og Erla gáfu mér Babycakes bókina í fyrra og það er allt svo agalega girnilegt í henni að það hálfa væri nóg svo mig hefur langað ofboðslega að prófa. Bakaríið sjálft er pínulítið og ferlega krúttulegt.

Ég fékk pínu valkvíða þegar kom að því að velja en á endanum ákvað ég að kaupa tvær cupcakes, aðra red velvet og hina brownie með vanillukremi. Ég er bara búin að borða brownie kökuna og ég er ekki að grínast þegar ég segi að þetta er líklega besta cupcake sem ég hef á ævi minni smakkað. Hvernig er hægt að gera þetta án hveiti, sykurs og smjörs veit ég ekki en vá. Bara vá.

Eftir bakarísferðina afgreiddi ég loksins verkefni dagsins og fjárfesti í þessu líka forláta Garmin tæki  en gerði það á endanum í J&R sem er hérna rétt hjá hótelinu svo ég hefði tæknilega séð getað sparað mér göngutúrinn mikla. Kvöldið verður væntanlega frekar viðburðalítið þar sem Gunnar þurfti að fara til New Jersey að setja upp einhvern server og kemur ekki fyrr en einhverntíma í kvöld.  Ég er reyndar vel sett með sjónvarpið og eina red velvet cupcake til að gæða mér á ;)

Advertisements
, ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

9 Comments on “Gangan mikla”

 1. Fjóla Dögg Says:

  Var enginn að dansa í Central Station?

  Reply

 2. kgroa Says:

  Nei aldrei þessu vant ;)

  Reply

 3. Erla Þóra Says:

  Jeij fyrir Babycakes! :)

  Reply

 4. Krissa Says:

  OK, nú veeerð ég að smakka þessar kökur. New York ’tis babycakes! :) Ég neita bara að trúa að þær séu svona góðar án þess að prófa sjálf! :)

  Og Grand Central er svo fögur. Ó só só só fööögur!

  Reply

 5. Krissa Says:

  Ú og var bekkurinn í Saks til sölu? Eða bara hluti af útstillingunni? Mér finnst hann magnaður!

  Reply

 6. kgroa Says:

  Þetta var því miður bara hluti af útstillingunni held ég. Það voru sko líka stólar með ísfótum og allt í svona pastellitum. Geðveikt fínt! Já og þú verður að tékka á Babycakes… þetta var alveg nammigott :)

  Reply

 7. Þórdís Says:

  Grand Central er magnað og skórnir ekkert smá flottir! Ég myndi alveg þiggja svona cupcakes með kaffinu. Við bökum cupcakes úr bókinni sem stelpurnar gáfu þér þegar við komum í heimsókn! :)

  Reply

 8. kgroa Says:

  Samþykkt! :)

  Reply

Trackbacks/Pingbacks

 1. Allslausir kleinuhringir « Lúxusgrísirnir í Flórída - 22/03/2012

  […] endilega að segja ykkur frá þeim. Uppskriftin er fengin úr annarri bók Babycakes bakarísins (því sama og ég heimsótti í NY) og kleinuhringirnir eru þar af leiðandi glútenlausir, mjólkurlausir, vegan og innihalda engan […]

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: