Fyrsti dagurinn

30/01/2012

Daglegt líf, Ferðalög

Jæja þá erum við hjónakornin loksins komin til Ameríkunnar, sjö mánuðum eftir að við ákváðum að láta slag standa og flytja hingað út. Ferðalagið hingað til New York gekk allt ofboðslega vel. Ég var satt að segja frekar nervus yfir því að fara í gegnum immigration því ég vissi ekki alveg við hverju við áttum að búast og þar sem við erum með sitthvora tegund af vinnuvisa sem gilda í sitthvoru fylkinu og fengum þau útgefin með þriggja mánaða millibili þá var þetta í mínum huga bara bókað vesen. Gaurinn í immigration var svo bara alveg rosa hress og það eina sem hann spurði okkur að var hvað ég gerði og sætti sig bara við svarið “software developer”. Það var nú öll yfirheyrslan! Meira að segja stóra hvíta umslagið sem var heftað við passann minn og ég vandræðist sem mest með þegar ég fór til Tyrklands fyrir áramót innihélt bara einhver skjöl fyrir okkur persónulega og gaurinn skyldi ekkert í því að þetta væri heftað við passann því hann þyrfti ekkert að skoða þetta.

Ég ætla nú eiginlega bara að láta myndirnar tala og er þá ekki við hæfi að byrja á fyrstu máltíðinni? Það er verst að fyrsta máltíðin okkar hérna var reyndar ekki meira spennandi en tikka masala í bakka frá Whole Foods. Gunnar var samt sáttur og úr því Whole Foods bauð upp á íslenskt vatn þá skoluðum við matnum niður með því.

Hótelið okkar er bókstaflega á World Trade Center byggingasvæðinu. Það hentar okkur bara vel þar sem við vöknum hvort sem er áður en þeir setja loftborinn í gang og þetta er í þægilegu göngufæri frá skrifstofunni hans Gunnars. Ég er að vinna frá hótelherberginu og það gengur enn sem komið bara mjög vel og það skemmir ekkert að horfa á skýjakljúfana og alla gulu taxana út um gluggann (það er kannski verra með loftborinn hehe).

Þar sem við vöknuðum eldhress klukkan hálfsex í morgun og fórum að vinna þá hætti ég að vinna upp úr hádegi og fór með Gunnari og Bobby vinnufélaga hans í hádegismat. Hinn goðsagnakenndi Shake Shack varð fyrir valinu og ég get alveg skilið af hverju fólk segir þá vera með bestu borgarana í New York. Namm.

Södd og sæl fórum við í bankann á næsta horni til að tékka á því hvað við þyrftum að gera til að opna reikning. Það kom í ljós að við þurftum ekkert að gera svo við gengum út úr bankanum með nýtt reikningsnúmer og tvö debetkort. Vúhú! Ég sagði skilið við Gunnar og fór auðvitað rakleiðis að sjoppa en var alveg gasalega pen í því að eigin mati.

Ég rölti sem sagt um svæðið í kringum Union Square og fór svo niður í SoHo þar sem ég stóðst að sjálfsögðu ekki freistinguna að skjótast inn í Dean & Deluca og fá mér einn cappuccino sem var alveg jafngóður og í minningunni.

Það er allt og sumt í bili! Ég ætla að reyna að vera dugleg að taka myndir og segja frá því sem við erum að gera… ég veit allavega að mömmur okkar og pabbar hafa gaman að því og þá er takmarkinu náð ;)

Advertisements
, , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

5 Comments on “Fyrsti dagurinn”

 1. Erla Þóra Says:

  En gaman að geta fylgst með ykkur! Yndislegt! :D

  Reply

 2. Krissa Says:

  Ég hef líka gaman af því, já já já! Ég bíð spennt eftir næstu færslu ooog update-i um allan unaðsmatinn. Namm! :)

  Reply

 3. Heiða Says:

  jeij, þetta er ekkert smá spennandi. Ég hlakka geðveikt til að lesa hvað þið eruð að gera og skoða myndirnar… ekki síst af matnum nammi namm :)

  Reply

 4. Þórdís Says:

  Gaman að fá að fylgjast með ykkur elskurnar og frábært að heyra hvað allt gengur upp!
  Kveðjur, mamma og pabbi :) :)

  Reply

 5. Martha Says:

  Tek undir með öðrum – gaman að fylgjast með ykkur :) Og auðvitað ætti maður að taka ykkur til fyrirmyndar þegar að okkar flutningum kemur ;-)

  Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: